ísl
en

Kjartan Hreinsson

Hjálmar R. Bárðarson

Ljósmyndarinn sem fangaði innreið nútímans

The Photographer who Captured Icelandic Modernisation

Ljósmyndarinn sem fangaði innreið nútímans
The Photographer who Captured Icelandic Modernisation
Hjálmar R. Bárðarson

HRB1/1980—319—5
Reykjahlíð,
Skútustaðahreppur,
S—Þingeyjarsýsla
Ektachrome E100 SW 6X7


En hvað eiga þá íslenskir ljósmyndarar að gera? Í fyrsta lagi að gera sér far um að taka myndir sem ekki aðeins sýna hvernig landið og þjóðin lítur út, heldur myndir, þar sem ljósmyndarinn að baki vélarinnar sýnir hvers hann er megnugur. Þetta þurfa ekki að vera stórbrotnar fjallamyndir.1 1 Hjálmar R. Bárðarson, „Listræn ljósmyndun,“ Fálkinn, #40 (1945), 10.

 
 


Þetta hafði Hjálmar R. Bárðarson að segja í innsendri grein í Fálkanum árið 1945. Hjálmar var um árabil einn atkvæðamesti áhugaljósmyndari Íslendinga og frumkvöðull á mörgum sviðum. Hann fæddist á Ísafirði árið 1918 en fór snemma að taka ljósmyndir eftir að hafa fengið kassamyndavél í fermingargjöf. Hann tók virkan þátt í skátastarfi en því fylgdu tíð ferðalög þar sem engin vöntun var á myndefni. Þar kynntist hann félögum sem tóku ljósmyndir, skiptust á tækjabúnaði og aðstoðuðu við framköllun. Í skátahreyfingunni stóð til boða að taka ýmis sérpróf. Eitt þeirra var sérpróf í ljósmyndun sem Hjálmar tók.


HRB2/1967—1114—5
Snæfellsjökull,
Breiðavíkurhreppur,
Snæfells- og Hnappadalssýsla
Ilford HP3

Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1939 fór Hjálmar í fjögurra vikna gönguferð um Vestfirði. Þar tók hann fjölmargar myndir af landslagi og staðarháttum en minna af mannlífi. Hann sá eftir því að hafa ekki tekið fleiri mannlífsmyndir því margir af þeim bæjum sem hann heimsótti lögðust í eyði skömmu eftir ferðina.2 2 Guðrún Harðardóttir & Inga
Lára Baldvinsdóttir, „Viðtöl við ljósmyndara: Hjálmar R. Bárðarson,“ Ljósmyndun á Íslandi 1950–1970, (ritstj./Ed.) Inga Lára Baldvinsdóttir, 51–63 (Reykjavík: Þjóðminjasafnið, 1999), 51. Viðtalið tóku Guðrún Harðardóttir og Inga Lára Baldvinsdóttir 24. júlí 1997. Hjálmar fékk viðtalið til yfirlestrar ásamt aukaspurningum og kaus að auka það og betrumbæta sjálfur á tölvutæku formi.

Ári síðar fór Hjálmar með Gullfossi til Kaupmannahafnar en þar hugðist hann læra flugvélaverkfræði. Heimsstyrjöldin síðari var þegar skollin á og siglingin tók tuttugu daga, þar af sat skipið fast í ís í heila tíu daga. Eftir komuna til Danmerkur hóf Hjálmar iðnnám við samsetningar á orrustu- og sprengjuflugvélum í danskri skipasmíðastöð á vegum danska flotans. Iðnnáminu lauk óvænt við hernám nasista þar sem verksmiðjunni var lokað. Þaðan lá leið hans í verkfræðinám við danska tækniháskólann, Danmarks Tekniske Universitet. Hjálmar lauk prófi árið 1947 með skipa og vélaverkfræði sem aðalgrein. Einnig tók hann flugvélaverkfræði sem sérnám. Í tækniháskólanum sat hann námskeið í tæknilegri ljósmyndun en það var eina formlega menntun Hjálmars í faginu.

Á námsárunum leigði Hjálmar herbergi þar sem hann gat framkallað, stækkað og kóperað myndir. Hann tók talsvert af myndum bæði innan dyra og utan. Einnig tók hann þátt í sýningum og hlaut ýmis verðlaun fyrir. Myndir hans voru sýndar í dönskum, sænskum og svissneskum ljósmyndatímaritum.3 3 Ibid., 52.


HRB2/1968—1303—5
Hafís
Vestfirðir,
Kodak Panatonic X

Hjálmar gerðist félagi í ljósmyndaklúbbum áhugamanna og var virkur þátttakandi. Honum var boðið að ganga í lokaðan ljósmyndahóp, Danske Camera Pictorialister, sem hann þáði. Til að gerast félagi þurfti samþykki annarra meðlima hópsins og þótti það mikil upphefð að hljóta inngöngu. Á vegum hópsins heimsótti Hjálmar félög áhugaljósmyndara víða um Danmörku og flutti erindi. Erfitt var að afla fræðsluefnis um ljósmyndun á stríðsárunum og þess vegna var reynt að svara eftirspurninni eftir því með þessum hætti.

Meðal þess sem Hjálmar fjallaði um í erindum sínum var table top ljósmyndun. Það eru kyrralífsmyndir – sviðsmyndir af ýmsum smáhlutum sem komið er fyrir á borði. Þetta voru oft flóknar sviðsmyndir þar sem viðfangsefnin voru af ólíkum toga.4 4 Ibid., 53. Þessi tegund ljósmynda náði nokkurri útbreiðslu þar sem hernámslið Þjóðverja tók víða upp á því að banna ljósmyndatökur utandyra. Table top ljósmyndir var hægt að taka innandyra í myrkvuðum íbúðum en á þessum tíma mátti ekkert ljós berast frá húsum vegna hættu á loftárásum. Gefin var út bók á dönsku eftir Hjálmar um þessa tegund ljósmyndunar. Annað sem Hjálmar fjallaði um og sýndi var það sem hann kallaði myndræna ljósmyndun. Það eru ljósmyndir sem hann taldi áhugaverðar vegna mynduppbyggingar í formi, línum og tónum.5 5 Ibid., 54. Í innsendri grein í Fálkanum, þeirri sömu og vitnað er í hér að ofan, gerir Hjálmar grein fyrir reglum sem hann taldi einkenna góðar ljósmyndir. Svo dæmi sé tekið ætti alltaf að forðast að láta miðlínu skipta ljósmynd í tvo jafnstóra fleti.6 6 Hjálmar R. Bárðarson, „Listræn ljósmyndun,“ 10.


HRB5/1943—257—26
Fljúgandi Hollendingurinn,
Kaupmannahöfn,
Sjáland
AGFA Isopan F

Eftir námslok starfaði Hjálmar sem skipaverkfræðingur á hönnunardeild skipasmíðastöðvar í Helsingør. Hann kom að hönnun stórra farþegaskipa sem sigldu á áætlun milli Álaborgar og Kaupmannahafnar. Hjálmar flutti heim til Íslands árið 1948, með viðkomu á Englandi, þar sem hann kynnti sér smíði lítilla stálskipa. Hann hóf störf í Stálsmiðjunni þar hann hannaði fyrsta stálskip sem smíðað var á Íslandi, dráttarbátinn Magna. Hann sinnti ljósmyndun áfram og kom að stofnun Félags áhugaljósmyndara, þar sem hann hélt erindi um myndræna ljósmyndun.7 7 Guðrún Harðardóttir & Inga Lára Baldvinsdóttir, “Viðtöl við ljósmyndara,” 56.

Mest myndaði Hjálmar í svarthvítu en árið 1942 hóf hann tilraunir með litmyndir. Síðan þá myndaði hann í svarthvítu og lit jöfnum höndum, en eftir því sem leið á urðu litmyndirnar fyrirferðarmeiri. Hann taldi svarthvítar myndir eiga fullan rétt á sér og taldi þær falla vel inn í heild ásamt litmyndum. Svarthvítar ljósmyndir sagði hann oftast falla vel að hvaða litmynd sem er, á meðan hann taldi oft erfitt að láta tvær litmyndir standa saman án þess að spilla hvor fyrir annarri.8 8 Ibid., 60.


HRB2/1953—248—5
Kleifarvatn,
Krýsuvík,
Hafnarfjörður
Kodak Plus X

Hjálmar stóð sjálfur að útgáfu eigin ljósmyndabóka að fyrstu bók sinni undanskilinni, Ísland farsælda frón, sem hann gaf út í samstarfi við prentsmiðjuna Lithoprent. Hann skrifaði ætíð alla texta sjálfur og braut þar að auki um bækurnar. Hann fékkst við ýmis viðfangsefni í bókunum, jarðfræði, jöklafræði, steinafræði, þjóðfræði og sögu svo fátt eitt sé nefnt.9 9 Ibid. Ljósmyndir hans einskorðuðust þó alls ekki við þessi viðfangsefni. Best er að Hjálmar fái að eiga síðustu orðin um nálgun sína: „Oft er[u] það ómerkileg[u]stu og mest lítilsvirtu hlutir, sem geta gefið bestu verðlaunamyndirnar.“10 10 Hjálmar R. Bárðarson, „Listræn ljósmyndun,“ 10.


HRB1/1994—407—3
Holufylling,
Hrauntunga,
Garðahreppur,
Gullbringusýsla
Ektachrome 64 6X7

HRB1/1983—200—5
Kerling,
Hofshreppur,
Skagafjarðarsýsla
Ektachrome 64 6X7

HRB1/1980—309
Leirhnjúkur,
Skútustaðahreppur,
S—Þingeyjarsýsla
Ektachrome 400 6X7
Ljósmyndarinn sem fangaði innreið nútímans
The Photographer who Captured Icelandic Modernisation
Hjálmar R. Bárðarson

But then, what should Icelandic photographers do? First of all, they should strive to photograph not only what the land and the people look like, but to produce photos that testify to the ability of the photographer behind the camera. These need not be spectacular photographs of mountains.1
1 Hjálmar R. Bárðarson, „Listræn ljósmyndun,“ Fálkinn, #40 (1945), 10.

This is what Hjálmar R. Bárðarson had to say in an article in a reader’s column in Fálkinn magazine in 1945. Hjálmar was for decades amongst the most prominent of Icelandic amateur photographers and a pioneer in many fields. He was born in Ísafjörður in 1918 and started photographing early in life, after receiving a box camera as a confirmation present. He actively participated in the Boy Scouts, offering him the opportunity to travel often and to places where there was no lack of photographic subject matter. Whilst in the scouts he made acquaintance with photographic peers of the time, they shared equipment and helped one another with the developing of films. The Boy Scout movement also offered special qualifications to its members, one of which was photography, which Hjálmar passed.

After completing a college education at Menntaskólinn í Reykjavík in 1939, Hjálmar embarked on a four week hiking tour on the Vestfirðir peninsula. There he extensively photographed landscapes and locations, but made less effort to capture people. He came to regret not photographing more daily life, as many of the places he visited during this period were permanently abandoned not long after.2
2 Guðrún Harðardóttir & Inga Lára Baldvinsdóttir, „Viðtöl við ljósmyndara: Hjálmar R. Bárðarson,“ Ljósmyndun á Íslandi 1950–1970, (ritstj./Ed.) Inga Lára Baldvinsdóttir, 51–63 (Reykjavík: Þjóðminjasafnið, 1999), 51. The interview was conducted by Guðrún Harðardóttir and Inga Lára Baldvinsdóttir on July 24, 1997. Hjálmar received the transcript along with additional questions and chose to amend the interview himself.

A year later, Hjálmar sailed with the freighter Gullfoss to Copenhagen where he intended to study aerospace engineering. The Second World War had already started and the journey lasted twenty days – ten days of which involved the ship being stuck in sea-ice. Upon arrival in Denmark, Hjálmar entered apprenticeship, assembling fighter and bomber planes in a shipyard operated by the Danish navy. The apprenticeship was suddenly interrupted when German Nazis invaded and occupied Denmark with the shipyard shutting down as a result. Subsequently, Hjálmar enrolled in engineering at the Danish technological university, Danmarks Tekniske Universitet. Hjálmar graduated in 1947, majoring in ship and mechanical engineering. He also trained in aerospace engineering. At the technological university, Hjálmar attended courses in technical photography, these being his only formal education in the field.

During his study years, Hjálmar leased a room to stay where he could develop, enlarge and copy film. He photographed quite extensively, both indoors and outdoors. He also participated in exhibitions and won awards several times. His photographs were published in Danish, Swedish and Swiss photography journals.3
3 Ibid., 52.

Hjálmar became an active member of amateur photography societies and was granted access to a restricted membership photographic society, Danske Camera Pictorialister, which he accepted. Becoming a member was considered a great honour and only possible if invited by other members. As a representative, Hjálmar gave lectures in other amateur photography societies across Denmark. It was hard to come by educational material about photography in the wartime period, so this was a popular way to disseminate information.

Amongst the topics addressed by Hjálmar in his lectures, was table-top photography. These are set photos – scenes consisting of various small items, laid out upon a table. These scenes were often quite sophisticated, given the various possibilities in choice of subject matter.4
4 Ibid., 53.
This photographic genre was quite popular at the time, because the German occupying forces enforced a ban in many places, against photographing outdoors. Table-top photographs could be produced inside, in apartments which had to be kept dark, due to the risk of air raids. A book on this particular genre by Hjálmar, was published in Danish. A second topic Hjálmar addressed and demonstrated was some-thing he called pictorial photography. These are photographs he considered interesting due to their visual structure – the composition of forms, lines and gradients.5
5 Ibid., 54.
In his article in Fálkinn, the same as referred to before, Hjálmar listed a set of rules he considered conducive to good photography. For instance, one should always refrain from having a central axis divide the photograph in two equally large fields.6
6 Hjálmar R. Bárðarson, „Listræn ljósmyndun,“ 10.

After completing his studies, Hjálmar worked as a ship engineer in a design department for a Helsingør-based shipyard. He participated in designing the large passenger ferries sailing between Aalborg and Copenhagen. Hjálmar then moved back home to Iceland in 1948, with a layover in England where he acquainted himself with the building of small steel ships. Coming home, he started working for the shipyard Stálsmiðjan where he designed the first steel ship to be built in Iceland, the tugboat Magni. Hjálmar would continue developing his photographic practice and became a founding member of the Icelandic amateur photography society, where he lectured on pictorial photography.7
7 Guðrún Harðardóttir & Inga Lára Baldvinsdóttir, “Viðtöl við ljósmyndara,” 56.

Hjálmar produced black & white photographs up until 1942, when he started experimenting with colour film. From then on, he would photograph both in black & white and in colour respectively, although gradually, the colour photographs became more prominent. He still considered black and white photographs to be completely relevant however and perfectly complementary to colour photographs in series or sets. He said that black & white photographs complemented colour photographs easily, while it was a more difficult task arranging two colour photographs side by side.8
8 Ibid., 60.

Hjálmar self-published almost all of his photography monographs, apart from his debut monograph, Ísland farsælda frón, which he published in collaboration with the press Lithoprent. He always composed his own texts and laid out the books himself. He engaged with various topics in his books – geology, glaciology, petrology, folkloristics and history to name a few.9
9 Ibid.
His photographs were however in no way limited to these topics. It is perhaps only right however, that the last words about his vision are his own: “Often it is the most unimportant and shunned objects, which contribute to the best award-winning photographs.”10
10 Hjálmar R. Bárðarson, „Listræn ljósmyndun,“ 10.