ísl
en

Rán Ísold Eysteinsdóttir

Lúpína

Lupine

Dauði og endurfæðing

Death and Rebirth

Dauði og endurfæðing
Death and Rebirth
Lúpína
Lupine

Lupinus Nootkatensis er ertublóm sem flutt var inn frá Alaska árið 1945. Síðan þá hefur henni verið beitt með árangursríkum hætti til að endurheimta ófrjóan jarðveg og sporna gegn jarðvegseyðingu. Á þessum tíma hefur lúpínan lagt undir sig ýmis berskjölduð landsvæði á Íslandi. Margir, sem fyrst og fremst koma auga á galla plöntunnar, uppræta vöxt hennar. Elínu Sigríði Hjartardóttur og Ingu Kristínu Guðlaugsdóttur þótti áhugavert að velja lúpínuna og gera efnislegar rannsóknir á möguleikum hennar sem hráefni. Verkefni okkar fólst í því að framleiða niðurbrotsefni án aukefna. Að ná slíku markmiði gæti breytt sýn landsmanna á lúpínuna og veitt henni tækifæri á nýjum grundvelli.

DAUÐI OG ENDURFÆÐING

„Í náminu er lögð áhersla á að dýpka skilning okkar á þeim áhrifum sem við höfum með verkum okkar í stað þess að einblína á notagildi og lokaniðurstöðu. Okkur er ætlað að skilja sögulegt samhengi fræðigreina og bera fram nýjar spurningar um gildismat, gerð og framleiðsluferli í nútímasamhengi.“ Þetta eru orð þeirra Elínar Sigríðar Hjartardóttur og Ingu Kristínar Guðlaugsdóttur, höfunda verkefnisins Lúpínan í nýju ljósi sem hlaut íslensku nýsköpunarverðlaunin árið 2018. Þær ljúka báðar námi frá vöruhönnunarbraut við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla íslands vorið 2019 en verðlaunaverkefnið rekur rætur sínar allt aftur í fyrsta námskeiðið sem þær sátu í náminu.

Þeir Garðar Eyjólfsson og Thomas Pausz sem kenndu námskeiðið byrjuðu á því að biðja nemendur um að „drepa“ eitthvað. Markmið námskeiðisins var að kenna nemendum að takast á við skapandi ferli með gagnrýni, innsæi og ímyndunarafl að leiðarljósi. Inga valdi sér lúpínuplöntuna og fór að gera ýmsar tilraunir með hana sem hráefni. Tilraunirnar byggðu á aðferðum sem notaðar eru við gerð náttúrulegra trefjaefna, þar sem ýmsum aukaefnum er bætt við. Inga leitaðist aftur á móti við að sleppa öllum aukaefnum í sínum tilraunum. Þegar hún maukaði og pressaði rót lúpínunnar komst hún að raun um að plantan myndar sjálf harðgert efni sem minnir einna helst á MDF viðartrefjaefni.

Í framhaldi af námskeiðinu fengu Inga og Elín Sigríður styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna til að þróa verkefnið frekar undir handleiðslu Thomasar Pausz og Magnúsar Jóhannssonar frá Landgræðslu ríkisins. Markmiðið með þróun verkefnisins var að mæla styrk lúpínutrefjanna og bera saman við styrk annarra þekktra trefjaefna með það fyrir augum að koma lúpínutrefjunum á kortið sem byggingarefni sem uppfylli staðla annarra trefjaefna. Með fulltingi Magnúsar skipulögðu Inga og Elín Sigríður uppsetningu og mælikerfi rannsóknarinnar og gerðu beygjubrotþolsprófanir. Niðurstöður þeirra leiddu í ljós að samanborið við prófanir á öðrum þekktum byggingarefnum þá fullnægja trefjaplöturnar sem unnar eru úr lúpínunni kröfur um milliþéttar trefjaplötur (MDF) sem notaðar er meðal annars sem byggingarefni innanhúss.

Lúpínan hefur mikinn lífmassa sem hefur ekki verið litið á sem auðlind hingað til. Plantan vex orðið víða á landinu og hana er því auðvelt að nálgast. Trefjaefni úr lúpínu hefur þann kost umfram flest sambærileg efni að það er unnið alfarið úr plöntunni án nokkurra aukaefna. Það er því algjörlega umhverfisvænt og brotnar fullkomlega niður í náttúrunni. Það sama er ekki hægt að segja um fjöldann allan af trefjaefnum sem notuð eru í dag og safnast upp sem úrgangur í lífríkinu.

„Nýsköpun þarf að ígrunda vel og setja í samhengi við sjálfbærni auðlinda, framleiðsluferla og hráefna. Þó svo að við séum að vinna trefjaefni úr lúpínu er markmiðið með verkefninu ekki síður að senda samfélaginu skilaboð – það er að við horfum til framleiðslu efna sem brotna fullkomlega niður í náttúrunni án mikilla ósjálfbærra inngripa í auðlindir,“ segja Inga og Elín sem telja sig hafa öðlast nýja sýn á plöntuna og vistkerfi hennar í rannsóknum sínum.

Dauði og endurfæðing
Death and Rebirth
Lúpína
Lupine

Lupinus Nootkatensis is a legume and has been successfully planted in order to reclaim wasteland of sterile soil in Iceland since 1945 when it was imported from Alaska. The lupine has since then invaded vulnerable areas in Iceland. A number of people are trying to get rid of it because of this ability, only seeing its flaws. Elín Sigríður Hjartardóttir and Inga Kristín Guðlaugsdóttir found it interesting to investigate the lupine, to do a material research on its potentials for raw material. Try to produce a biodegradable product without any additives. Succeeding this task, could give the lupine a second opportunity on a new basis.

DEATH AND REBIRTH

“In our studies, there is an emphasis on increasing our understanding of the broader influence we can have through our work, instead of focusing entirely on immediate pragmatic value and a final product. We are encouraged to understand the historical context of academic fields, formulating new questions about values, production and processes within a contemporary framework.” These are the words of Elín Sigríður Hjartardóttir and Inga Kristín Guðlaugsdóttir, the authors of the project Lupine in Review that was awarded the Icelandic Innovation Prize in 2018. They both complete their studies from the Programme of Product Design at the Department of Design and Architecture in spring 2019 but the award-winning project dates back to the first ever course they attended in the school.

Garðar Eyjólfsson and Thomas Pausz, who supervised the course, started by asking the students to ‘kill’ something. The aim of the course was to teach students to sustain a creative process guided by critical thought, intuition and imagination. Inga chose to work with the lupine and started to perform various material tests. The tests were based on methods used for the production of natural fibre materials, that entails the use of many additives. Inga however sought to bypass all additives in her tests. When she mashed and pressed the lupine root she found out that the plant itself forms a strong and robust material, very similar to medium-density fibreboard (MDF) wood.

After the course, Inga and Elín Sigríður were awarded a grant from the Student Innovation Fund to further develop the project, supervised by Thomas Pausz and Magnús Jóhannsson from the Soil Conservation Service of Iceland. The aim of the project’s development was to measure the strength of the lupine fibres and compare it with the strength of other standard fibre materials in the hope of putting lupine fibres on the map as a building material that meets the standards of those other standard fibre materials. With Magnús’ assistance, Inga and Elín Sigríður planned their research and their measurements in order to perform flexure tests. Their findings suggested, that compared to tests on other standard fibre materials, the lupine fibreboards qualify as medium-density fibreboards, used for example as a building material for indoor use.

The lupine has a lot of biomass and has not been considered a material resource until now. The plant has settled in many places across the country, and it is a widely available resource. Lupine fibreboards, unlike most similar materials, are exclusively produced using the plant, without any additives. They are therefore completely environmentally friendly and perfectly biodegradable. The same cannot be said about a lot of the fibreboards in use today, that collect as refuse in the environment.

“Innovation must be thoroughly considered, and brought into harmony with sustainability of re-sources, production processes and raw materials. Even though we are processing fibre materials from lupine, a just as important aim of the project is to communicate to the larger society that we are engaged with producing materials that are completely biodegradable and do not require heavy unsustainable interventions in natural resources,” Inga and Elín observe, who both believe that they have acquired a new perspective on the plant and its ecosystem through their research.